Iðnaðarverk
Mannverk hefur unnið við hönnunarstjórnun og framkvæmdir við uppbyggingu gagnavera á Íslandi frá 2012 og aflað sér fagþekkingar í nánu samstarfi við eigendur gagnavera, sérhæfða birgja og undirverktaka. Bygging gagnavera krefst víðtækrar fagþekkingar og skilnings á flóknum rafmagns- og vélakerfum. Öll þessi kerfi kalla á miklar og flóknar stýringar, prófanir og áreiðanleika.
Reynsla, þverfagleg samvinna sem og skilningur á framkvæmd bygginga, samningum og áætlanagerð eru mikilvæg fyrir árangursrík verkefni.
Mannverk hefur í dag sérfræðinga á ýmsum sviðum:
– Gæða og öryggismál
– Innkaup og aðfangastýring – góðar tengingar víða um heiminn
– Hönnunarstjórn
– Framkvæmda- og byggingatækni
– Véla- og kælitækni
– Rafmagnskerfi
– Stýrikerfi
– Prófanir og afhending