BRAUTARHOLT 10-14
Mannverk sá um framkvæmdir að Brautarholti 10-14 í Reykjavík þar sem 2.100 fermetra skrifstofuhúsnæði var endurinnréttað með 65 hótelherbergjum ásamt móttöku og veitingasal. Hótelið Eyja Guldsmeden opnaði á vormánuðum 2016 en um er að ræða svokallað lífrænt „butique hotel“ sem er rekið í samstarfi við dönsku hótelkeðjuna Guldsmeden hotels.
Fjöldi herbergja: 65
Verklok: 2016