Hótel að Brautarholti 10-14

Mannverk hefur undirritað kaupsamning vegna fasteignar að Brautarholti 10-14 í Reykjavík. Til stendur að breyta húsnæðinu í hótel og hefur núþegar verið gengið frá samningum um rekstur hótelsins. Hönnunarvinna er í gangi og áætlað er að fyrstu herbergin verði tekin í notkun á vormánuðum 2016.

Mannverk fær viðurkenningu

Mannverk ásamt hönnuðum Þorrasala 17, Teiknistofa Gylfa Guðjónssonar og félaga ehf, fengu á dögunum viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs fyrir frágang húss og lóðar á nýbyggingarsvæði. Slík viðurkenning er mikil hvatning fyrir Mannverk að halda áfram á sömu braut.

Skrifstofur Mannverks flytja

Við höfum flutt höfuðstöðvar okkar í nýtt húsnæði að Hlíðasmára 12, þriðju hæð, Kópavogi. Vinnuaðstaða starfsmanna Mannverks er nú mun betri sem og aðgengi viðskiptavina að fyrirtækinu.