Mannverk hefur undirritað kaupsamning vegna fasteignar að Brautarholti 10-14 í Reykjavík. Til stendur að breyta húsnæðinu í hótel og hefur núþegar verið gengið frá samningum um rekstur hótelsins. Hönnunarvinna er í gangi og áætlað er að fyrstu herbergin verði tekin í notkun á vormánuðum 2016.