VERNE GLOBAL – GAGNAVER

Mannverk hefur unnið að viðamiklum stækkunum á gagnaveri fyrir Verne Global að Ásbrú í Reykjanesbæ undanfarin ár. Mannverk hefur tekið þátt í hönnunarferli ásamt því að hafa yfirumsjón með framkvæmdum. Mannverk skilaði stórum áfanga til Verne í ársbyrjun 2025. Hluti af þjónustu Mannverks hefur verið að leiða prófanir og gangsetningar (e. commissioning) á ýmsum nýjum búnaði gagnaversins og einnig tekið þátt í prófunum viðskiptavinarins á öðrum búnaði versins. Gott samstarf Mannverks og Verne Global hefur leitt til þess að Mannverk er á lista Verne yfir trausta „development and infrastructure“ samstarfsaðila þeirra.
Verne Global hefur frá árinu 2008 unnið að uppbyggingu á alþjóðlegu gagnaveri sem selur þjónustu sína til stórra fyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu. Mannverk hefur átt í samstarfi við Verne frá 2012. Hér má sjá kynningarmyndband um Verne gagnaverið.