Tryggvagötureitur
Mannverk stóð að framkvæmdum á svokölluðum Tryggvagötureit, sem samanstendur af nokkrum húsbyggingum við Tryggvagötu og Vesturgötu. Verkefnið hófst sem þróunarverkefni og þróaðist í vel heppnað framkvæmdaverkefni, sem lauk árið 2018.
Um var að ræða metnaðarfulla hönnun þar sem sérstök áhersla var lögð á að taka tillit til nærumhverfis, sögu og menningar. Gætt var að því að heildarsvipur götumyndarinnar yrði ekki raskaður, og má óhætt segja að framkvæmdin hafi bætt gæði hverfisins til muna. Verkefnið skilaði framúrskarandi byggingum, þar sem endurbyggð hús í upprunalegri mynd fléttast saman við fallegar nýbyggingar. Nýtt og gamalt mætast hér á eðlilegan hátt, sem er eitt af því sem einkennir miðborg Reykjavíkur.