Tækni- og virkniprófanir

Mannverk hefur stýrt og tekið þátt í fjölmörgum verkefnum í tækni- og virkniprófunum og við uppkeyrslur flókins búnaðar í byggingum og þjónustukerfum fyrir viðskiptavini okkar. Innan Mannverks er hópur sérfræðinga sem hefur sérhæft sig í kerfisbundnum aðferðum við prófanir og rakningu niðurstaðna fyrir búnaðinn allt frá hönnunarstigi til afhendingar og fylgir eftir skjölun á öllum stigum ferilsins. Um er að ræða búnað í byggingum og iðnaði svo sem afl og varaaflskerfi, kælikerfi, loftræstikerfi, lagnakerfi, öryggiskerfi, stýrikerfi, eftirlitskerfi og önnur tæknileg kerfi sem þurfa virkniskoðun og oft viðamiklar prófanir til að bera saman við hönnunarforsendur, kerfislýsingar og virknilýsingar. Aðferðir sem stundum eru nefndar kerfisbundinn frágangur.

Gæðahandbók Mannverks er undirstaða prófanaferlanna okkar sem eru aðlagaðir eftir þörfum og búnaði viðskiptavina. Verkferlar Mannverks í kerfisprófunum og uppkeyrslu hafa tilvísanir í erlenda staðla svo sem EN50600 (ISO22237), viðmiða frá Uptime Institute og styðst við íslenska handbók um kerfisbundinn frágang (FSFE 2023).

Mannverk getur á þessum góða grunni veitt alhliða þjónustu í prófunum og gangsetningum kerfa og bygginga, allt frá hönnun, með prófanalýsingum, unnið uppkeyrsluáætlanir, samræmt og stýrt sérfræðiteymum og gert lokaúttektir á hvort markmiðum um kerfisvirkni sé náð með tilheyrandi rakningu og skjölun.