HOLTSVEGUR 37-39 – GARÐABÆR
Á fallegum útsýnisstað í Urriðaholti í Garðabæ hefur Mannverk reist glæsilegar íbúðir í aðgengilegu lyftuhúsi. Allt frá lokuðum bílakjallaranum að rúmgóðu penthouse-íbúðum á efstu hæð var vandað til allra verka. Rík áhersla var lögð á umhverfsivernd en skipulag Urriðaholts hefur hlotið vistvottun samkvæmt vottunarkerfi „BREEAM Communities.“ Óhætt er að segja að íbúar geta notið hins stórbrotna útsýnis yfir náttúruna við Urriðavatn með góðri samvisku.
Fjöldi íbúða: 32
Verklok: 2017
Aðalhönnuður: Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþing