BREKKUGATA 2 – GARÐABÆR

Tímamót urðu í íslenskri byggingarsögu þann 10. nóvember sl þegar Umhverfisstofnun veitti Mannverki vottun norræna umverfismerkisins Svansins fyrir byggingu visthússins að Brekkugötu 2 í Garðabæ en um er að ræða fyrsta umhverfisvottaða húsið á Íslandi
Markmið með byggingunni var að auka umhverfisvitund í byggingariðnaðinum og voru húsaviðmið Svansins löguð að íslenskum aðstæðum.
Framkvæmd og verkefnastjórn á byggingunni visthússins var í höndum Mannverks en fyrirtækið hefur frá stofnun haft þá sýn að gera byggingariðnaðinn umhverfisvænni. Sem leyfishafi á Svansvottuðu húsi hefur Mannverk skapað sér sérstöðu sem byggingaraðili vistvænna húsa og ryður þar með brautina fyrir fleiri Svansvottuð hús á Íslandi.