Borealis gagnaver

Mannverk veitti á árunum 2024-2025 ráðgjöf og framkvæmdaþjónustu við uppbyggingu gagnavers Borealis á Blönduósi. Þjónustan snérist um verkstjórn á verkstað, verkefnisstjórn, hönnunarráðgjöf, áætlanir, skipulag, leyfismál og undirbúning framkvæmda. Mannverk aðstoðaði einnig við prófanir og gangsetningar (e. commissioning) á nýjum búnaði gagnaversins. Verkefnin snéru að prófunum tæknibúnaðar, skrásetningu niðurstaðna í lokaskýrslur um tæknibúnað gagnaversins og eftirfylgni úrbóta að prófunum loknum. Verkefni sem snéru að ræsingum og heildar tæknilegri virkni nokkurra bygginga á svæðinu.