ATNORTH – GAGNAVER

Mannverk vinnur í stækkun og umbreytingu á gagnaveri atNorth að Sjónarhóli í Reykjanesbæ, ICE02.
Aðkoma Mannverks að verkefninu er allt frá samþættingu hönnunar að stýringu framkvæmda og stjórnun prófanna og afhending til verkaupa.
Verkefnið hófst í nóvember 2023 og voru áfangaskil til verkkaupa um mitt ár 2025. Fljótlega sama ár hófst annar áfangi með atNorth og stendur sú vinna yfir.

Hluti af þessum verkefnum er að Mannverk framkvæmir viðamiklar prófanir (e. commissioning) á tæknibúnaði bygginganna og tekur mikinn þátt í gangsetningum og prófunum kerfa með viðskiptavini okkar.