Ylja er nýr veitingastaður í Laugarás Lagoon, leiddur af matreiðslumeistaranum Gísla Matt, þekktur fyrir Slippinn í Vestmannaeyjum og Skál í Reykjavík og hefur hlotið lof innanlands sem utan fyrir einstaka matargerð. Hugmyndafræðin byggir á beint frá býli nálgun þar sem sjálfbærni, hráefni úr héraði og náttúran sjálf skipa lykilhlutverk. Notuð eru hráefni frá bændum og gróðurhúsum á jarðhitasvæðinu, og matseðillinn þróast í takt við árstíðir og villta uppskeru.
Á daginn býður Ylja upp á léttari rétti, súpuhlaðborð og heimabakað brauð, en eftir kl. 17 tekur við fínni kvöldmatsupplifun með fimm rétta árstíðabundnu matarleiðangri. Staðurinn tekur um 80 gesti, býður upp jafnframt uppá einkarými með útsýni yfir Laugarás Lagoon. Frá 20. nóvember verður boðið upp á hátíðlegan jólaseðil um helgar. Ylja markar þannig nýjan áfanga í matargerð Gísla Matts þar sem staðbundin sýn, metnaður og umhverfi mynda eina heild.
