Í sumar opnar nýtt baðlón, Laugarás Lagoon, í uppsveitum Árnessýslu, við brúna yfir Hvítá í Laugarási. Mikilvægur hluti af einstökum töfrum Laugarás Lagoon verður veitingastaðurinn Ylja, þar sem hinn virti matreiðslumaður Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir eldhúsinu.
Gísli Matt, þekktur fyrir Slippinn í Vestmannaeyjum og Skál í Reykjavík, hefur hlotið lof innanlands sem utan fyrir einstaka matargerð. Á Ylju mun hann leggja áherslu á ferskt sjávarfang og afurðir bænda á Suðurlandi, ekki síst hið fræga grænmeti svæðisins
