RÁÐGJÖF
Við hjá Mannverk sérhæfum okkur í framkvæmdar- og hönnunarráðgjöf og byggjum á áratugalangri reynslu og þekkingu á flestum sviðum framkvæmda:
- Byggingastjórnun
- Stýriverktaka
- Hönnunarstjórnun
- Verkefnastjórnun
- Tækniprófanir og kerfisræsingar
- Þróunarvinna
- Greining á framkvæmdakostnaði og arðsemi verkefna
- Eftirlit og úttektir
VERKEFNASTJÓRNUN
Með nýju ACC verkefnastjórnunarkerfi (Autodesk Construction Cloud) býður Mannverk upp á þjónustu og tæki til að auka skilvirkni, bæta verkferla og tryggja gæði í framkvæmdum. ACC er alhliða skýjalausn sem auðveldar samskipti og samvinnu á milli teyma í byggingarverkefnum. Með ACC geta allar upplýsingar um verkefni verið á einum stað, sem auðveldar bæði stjórnun og eftirlit með framvindu á framkvæmdatíma. Lausnin gerir ráð fyrir að hægt sé að deila gögnum og teikningum í rauntíma, þannig að allir hafi aðgang að nýjustu útgáfum og upplýsingum. Þetta stuðlar að aukinni nákvæmni og minni hættu á mistökum, sem skilar sér í betri gæðum, rekstri og árangri.
TÆKNIPRÓFANIR
Mannverk hefur mikla reynslu af prófunum og gangsetningu flókins búnaðar í byggingum og þjónustukerfum. Hjá fyrirtækinu starfar sérhæfður hópur sem sér um kerfisbundnar prófanir, rakningu niðurstaðna og skjölun frá hönnunarstigi til afhendingar.
Við vinnum með alls konar tæknikerfi – afl- og varaaflskerfi, kæli- og loftræstikerfi, lagnir, öryggis- og stýrikerfi, eftirlitskerfi og önnur kerfi sem þurfa nákvæmar virkniprófanir.
Prófunarferlar Mannverks byggja á gæðahandbók fyrirtækisins og eru sniðnir að þörfum hvers viðskiptavinar. Við styðjumst við alþjóðlega staðla eins og EN50600 (ISO22237), leiðbeiningar frá Uptime Institute og íslensku handbókina um kerfisbundinn frágang (FSFE 2023).
Á þessum grunni veitir Mannverk heildstæða þjónustu í prófunum og gangsetningum – frá hönnun og prófanalýsingum til uppkeyrslu, samræmingar sérfræðinga og lokaúttektar á virkni kerfa og bygginga.
ÞRÓUNARVERKEFNI
Mannverk er framsækið fyrirtæki og vinnur stöðugt að þróun nýrra og spennandi verkefna. Þróunarvinna felur í sér ýmsa greiningarvinnu, skoðun sviðsmynda til framtíðar, greining á markaðsaðstæðum og áætlanagerð.