Mannverk reisir fyrsta vistvottaða íbúðarhúsið á Íslandi við Brekkugötu 2 í Garðabæ. Húseigendur hafði lengi dreymt um að byggja vistvænt hús á Íslandi sem væri vottað af þriðja aðila. Svanurinn var það kerfi sem uppfyllti flest markmið verkefnisins og þá helst að húsið verði byggt á markaðslausnum sem hægt er að gera „mainstream“ á Íslandi. Húsaviðmið Svansins hafa verið aðlöguð að íslenskum aðstæðum fyrir Visthús sem ryður þar með brautina fyrir fleiri Svansvottuð hús á Íslandi!
Auk Mannverks hafa húseigendur fengið til liðs við sig nokkur fyrirtæki sem hafa sambærilega sýn og við að gera byggingariðnaðinn umhverfisvænni. Markmiðið er að fyrirtækin geti á auðveldan máta leiðbeint einstaklingum og öðrum aðilum í sambærilegum hugleiðingum að byggja umhverfisvottað hús.
Á heimasíðunni visthus.is er hægt að kynna sér allt um húsið, markmiðið með og hvatann að baki verkefninu, lausnir og álitamál.