Tímamót urðu í íslenskri byggingarsögu í dag þegar Umhverfisstofnun veitti Mannverki Svansvottun fyrir byggingu á Visthúsinu Brekkugötu 2 í Garðabæ en um er að ræða fyrsta umhverfisvottaða húsið á Íslandi. Framkvæmd og verkefnastjórn á byggingu visthússins var í höndum Mannverks en fyrirtækið hefur frá stofnun haft þá sýn að gera byggingariðnaðinn umhverfisvænni. Sem leyfishafi á Svansvottuðu húsi hefur Mannverk skapað sér sérstöðu sem byggingaraðili vistvænna húsa og ryður þar með brautina fyrir fleiri Svansvottuð hús á Íslandi.
Mannverk óskar eigendunum Finni Sveinssyni og Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur innilega til hamingju með húsið sitt.
Fyrsta Svansvottaða húsið á Íslandi
