Mikill áhugi á Pósthússtræti 5 í Reykjanesbæ

Margir lögðu leið sína á opið hús að Pósthússtæti 5 sl laugardag og fer sala íbúða vel af stað enda er um að ræða glæsilegt níu hæða fjölbýlishús á útsýnisstað. Fólk notaði tækifærið og skoðaði sýningaríbúðina, naut útsýnis frá hæstu hæðum, rölti um svæðið og spjallaði við fasteignasala. Söluaðilar eru Stuðlaberg fasteignasala og Eignamiðlun. Nánari upplýsingar má einnig sjá á söluvefnum Póshússtræti.is

Byggingu á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg lokið

Nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi var vígt föstudaginn 28. febrúar sl.
Mannverk sá um uppsteypu og utanhússfrágang á nýju hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg en um er að ræða 99 hjúkrunarrými fyrir aldraða. Frá því að fyrsta skóflustunga að byggingu hjúkrunarheimilisins var tekin í nóvember 2017 eru liðnir 27 mánuðir og fyrstu íbúarnir þegar fluttir inn. Samstarfið hefur gengið mjög vel og allar tímaáætlanir hafa staðist. Mannverk óskar eigendum, starfsfólki og íbúum til hamingju með fallega byggingu með þakklæti fyrir samstarfið.
.