Engin frávik í úttekt á ISO9001 staðli

Árleg úttekt BSI á ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi Mannverks reyndis frávikalaust árið 2023 og ber því að fagna. Mannverk var með fyrstu byggingaverktökum á Íslandi til að hljóta alþjóðlega ISO 9001 gæðavottun árið 2017. Við óskum starfsfólki Mannverks til hamingju.

Framkvæmdir hafnar við Árböðin

Framkvæmdir við nýtt baðlón í Laugarási Biskupstungum eru hafnar en stefnt er að opnun í maí 2025. Lónið, sem hef­ur hlotið nafnið Árböðin, verður staðsett í miðju upp­sveita Árnes­sýslu við bakka Hvítár. Fyrsta skóflustungan var tekin 5.mars en það kom í hlut Ástu Stefánsdóttir, sveitarstjóra Bláskógabyggðar og Hjalta Gylfasonar, framkvæmdastjóra hjá Mannverk að taka fyrstu skóflustunguna.

Arkitektar eru T.ARK, verkfræðihönnun er hjá Eflu og Hildiberg sér um lýsingarhönnun. Sér­stök áhersla var lögð á það við hönn­un lóns­ins að um fjöl­breytta upp­lif­un gesta yrði að ræða. Lónið byði upp á margþætta upp­lif­un, hvort sem það er í formi heitra eða kaldra baðsvæða, gufubaðs, slök­un­ar­rýma eða veit­inga. Baðlónið verður hæðaskipt og til að ferðast milli efra og neðra lóns fer gest­ur­inn niður í gegn­um gat í vatns­flet­in­um og kem­ur út í gegn­um lít­inn foss inn í neðra lónið.

Verkefnastjóri er Þórunn Arnardóttir og byggingastjóri er Jakob Ásmundsson.

Framkvæmdir við Verne Global

Mannverk og Verne Global hafa gert verksamning um frekari uppbyggingu á gagnaverinu til að auka afkastagetu gagnaversins.
Undirbúningsframkvæmdir á lóð fyrirtækisins í Ásbrú fyrir allt að 12.000m2 gagnaveri eru komnar vel á skrið. Mannverk er aðalverktaki og framkvæmdirnar fela m.a. í sér aðstöðusköpun, jarðvinnu, uppsteypu, stálvirki, klæðningar ásamt öllum frágang kælikerfa og rafbúnaðar.