Mannverk óskar eftir að ráða öflugan starfsmann í verkefna- og framkvæmdastjórnun sem tilbúinn er að takast á við krefjandi verkefni á raforkusviði og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild. Continue reading „Mannverk auglýsir eftir rafmagns- eða tækniverkfræðing“
Mannverk byggir hótel við Hlemm
Mannverk hefur hafið framkvæmdir við nýtt 160 herbergja hótel við Hlemm í Reykjavík. Hótelið verður það sjötta sem rekið er undir merkjum Center-Hotels og fær nafnið Hótel Miðgarður. Hluti hótelsins verður í eldra skrifstofuhúsnæði, sem áður hýsti útibú Aríon banka, sem verður breytt en hinn hlutinn verður í viðbyggingu. Hótelið mun opna í áföngum og stefnt er að því að hótelið verði komið í fullan rekstur í júní 2016.
Sala íbúða í Lyngás
Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 3-4ja hæða fjölbýlishúsi með lyftu að Lyngás 1 í Garðabæ. Íbúðirnar eru frá 93 til 121 fermetrum. Lyngás 1 er einstaklega vel staðsett með tilliti til aðgengis að verslun, þjónustu og samgönguleiðum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í nágrenninu bæði í Sjálandi og á Hraunsholti og samhliða hefur þjónusta við íbúana aukist á svæðinu. Í göngufæri er skóli, leikskóli, íþróttamiðstöð með sundlaug og