Fannborgarreitur í Kópavogi

Mannverk er framkvæmdaraðili Fannborgarreits í Kópavogi og byggir þar 163 íbúðir í fimm byggingum, auk húsnæðis undir verslun og þjónustu á jarðhæð. Bílastæði verða að mestu í tveggja hæða bílakjallara með 305 stæðum. Svæðinu er ætlað að styrkja miðbæinn sem lifandi bæjarhjarta þar sem fólk getur búið, unnið og notið þjónustu á sama stað.

Heildarstærðir verkefnisins eru:

Íbúðir: 11.860 m²
Verslun og þjónusta: 1.880 m²
Sameign: 1.660 m²

Niðurrif reitsins er að hefjast og stendur til mars 2026. Jarðvinna hefst að hluta í febrúar–mars og uppbygging í maí–júní 2026. Verklok eru áætluð í lok árs 2029.

Laugarás Lagoon opnar

Það sem eitt sinn var hugmynd er nú orðið að veruleika; byggingu Laugarás Lagoon er lokið og lónið tekur á móti sínum fyrstu gestum 15. október.

Lónið er um þúsund fermetrar að stærð og á tveimur hæðum, tengdum með glæsilegum fossi sem gestir ganga um. Á útisvæði eru tvær sánur, útisturtur, kaldur pottur og heitur pottur í skógarrjóðri, sem býður upp á einstaka upplifun kyrrðar og náttúru. Hluti af heildarupplifuninni felst í heimsókn á veitingastaðinn Ylju, þar sem matreiðslumaðurinn Gísli Matthías Auðunsson býður upp á fjölbreyttan, heilnæman mat úr afurðum frá bændum í nágrenni staðarins.

Byggingin er verk Mannverks, Arkitektar eru T.ARK, verkfræðihönnun er hjá Eflu og Hildiberg sér um lýsingarhönnun. Verkefnastjóri Þórunn Arnardóttir og byggingarstjóri Jakob Ásmundsson. Saman hefur þessum aðilum tekist að skapa einstakt baðlón þar sem náttúra, jarðhiti og hönnun mætast í sátt. Það er okkar von að gestir finni hér ró, innblástur og tengingu – við landið, vatnið og sjálfa sig.

Stækkun gagnavers hjá atNorth

Við erum stolt af því að hafa lokið við fasa 1 af stækkun gagnavers fyrir atNorth í Reykjanesbæ.

Verkefnið var að fullu klárað í júlí 2025 og var unnið í nánu samstarfi við verkkaupa.

Sérstakar þakkir til allra sem lögðu sitt af mörkum til að gera þetta verkefni að veruleika!