Mannverk óskar eftir öflugu starfsfólki – Búið að ráða

  • Verkefnastjóri byggingaframkvæmda:
  • Mannverk óskar eftir að ráða reynslumikinn verkefnastjóra sem er tilbúin að takast á við krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild.

      Helstu verkefni

    • Fagleg og fjárhagsleg yfirumsjón með byggingaframkvæmdum
    • Undirbúningur og stjórnun verkefna
    • Hönnunarrýni og samræming
    • Áætlanagerð og eftirfylgni
    • Kostnaðareftirlit

    • Menntunar- og hæfniskröfur

    • Háskólamenntun á sviði byggingaverkfræði eða tæknifræði
    • Mikil og farsæl starfsreynsla af verkefnastjórnun byggingaframkvæmda
    • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð, menntun í verkefnastjórnun kostur
    • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
    • Góð kunnátta í íslensku og ensku

  • Bókari
  • Áreiðanlegur og talnaglöggur einstaklingur óskast til starfa við bókhald og almenn skrifstofustörf með góðri liðsheild.
    ATH : Búið er að ráða í stöðuna
    Helstu verkefni eru

  • Bókun fylgiskjala
  • Afstemming bókhalds
  • Önnur almenn skrifstofustörf

  • Hæfniskröfur

  • Haldgóð reynsla á færslu bókhalds
  • Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Nánari upplýsingar

    …um störfin veitir Ragnhildur Helgadóttir mannauðsstjóri (ragnhildur@mannverk.is) í síma 771-1104. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið mannverk@mannverk.is. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

    Hótel Miðgarður opnar

    Mannverk hefur nú lokið við byggingu fyrri áfanga á nýju 150 herbergja hóteli við Hlemm í Reykjavík og tók hótelið á móti sínum fyrstu gestum á 10. júní sl. Þetta er sjötta Center hótelið í Reykjavík og hefur fengið nafnið Miðgarður.
    Vinna er hafin við 2. áfanga stækkunar en stefnt er að því að hótelið verði komið í fullan rekstur um áramótin 2016.

    Fréttir af gagnaveri Verne Global

    Í vetur hefur Mannverk unnið að stækkun á gagnaveri Verne Global á Ásbrú Reykjanesbæ og vegna aukinna viðskipta og hlutafjáraukningu hefur verið samið við Mannverk um enn frekari stækkun gagnaversins. Verne Global mun nýta hið nýja hlutafé til að auka afkastagetu gagnaversins og útvíkka þjónustuframboð. Fyrsti viðskiptavinurinn kom fyrir rúmum tveimur árum síðan en það var bandaríska fyrirtækið Datapipe en síðan hafa bæst við leikjaframleiðandinn CCP, hýsingarfyrirtækið GreenQloud, COLT, RVX Studios, Opin kerfi og þýski bílaframleiðandinn BMW svo fátt eitt sé nefnt.

    Í tilkynningu frá Verne Global segir: „Til að ná árangri í hagkerfi sem er drifið áfram af gögnum og vinnslu upplýsinga skiptir aðgangur að orku, áreiðanleiki hennar og kostnaður miklu máli. Allir þessir þættir eru hagstæðir á Íslandi sem gerir það að verkum að við teljum Ísland vera ákjósanlegan og hagfelldan stað til að staðsetja gagnaversþjónustu fyrir alþjóðleg fyrirtæki.“

    Flest notum við gagnaver daglega án þess kannski að hugsa mikið til þess. Í þessu myndbandi frá Verne gagnaverinu á Ásbrú má sjá hvernig gagnaverið þeirra virkar: sjá hér.