Mannverk stoltur stuðningsaðili Stjörnunnar

Stjörnu­kon­ur urðu Norður­landa­meist­ar­ar í hóp­fim­leik­um í fyrsta sinn en keppnin fór fram í Vodafone höllinni helgina 14.-15. nóvember. Um er að ræða núverandi Íslandsmeistara og samanstendur hópurinn af stúlkum frá aldinum 16 ára til 28 ára sem allar hafa keppt og tekið þátt í Norðurlandamótum unglinga eða Meistarflokks. Að sögn þjálfara liggur mikill undirbúningur að baki og hafa þær æft í um 20 tíma á viku undanfarna mánuði enda krefst íþróttin samhæfni, nákvæmni, krafts og snerpu sem eingöngu næst með þrotlausum æfingum.
Mannverk er sannarlega stoltur stuðningsaðili Stjörnunnar í hópfimleikum og óskar þessum kraftmiklu stúlkum hjartanlega til hamingju með frábærann árangur.

Hótelíbúðir við Vatnsstíg

Mannverk hefur fest kaup á húsnæði við Vatnsstíg 11 í Reykjavík. Til stendur að gera endurbætur á húsnæðinu, bæta við íbúðum og opna nýtt íbúðahótel undir heitinu Reykjavík Apartments. Í fyrsta áfanga verður ráðist í endurbætur á húsnæðinu og íbúðir uppfærðar. Í næsta áfanga verður byggt við húsið en á baklóð við Lindargötu 34-36 er leyfi er fyrir nýbyggingu. Verktími verður 1.nóvember 2015 til 1. ágúst 2016.

Fjöldi fólks í opnu húsi að Holtsvegi 37-39

Mörg hundruð manns mættu í opið hús í Urriðaholti laugardaginn 17. október. Starfsfólk Mannverks og fasteignasalar tóku á móti fólki og hægt var að skoða sýningaríbúð á 1.hæð og rölta um svæðið. Holtsvegur 37-39 er fjölbýlishús á fallegum útsýnisstað í skjólsælum suðurhliðum Urriðaholts í Garðabæ. Um er að ræða vandaðar íbúðir í lyftuhúsi ásamt stæði í lokuðum bílakjallara. Auk þess eru penthouse-íbúðir á 5.hæð. Áætlað er að íbúðir verði tilbúnar til afhendingar síðsumars 2016.
Byggingaraðilar og fasteignasalar stóðu að opna húsinu í samvinnu við Urriðaholt ehf. og var það einróma álit að dagurinn hafi verið mjög vel heppnaður.