Starfsmenn á skyndihjálparnámskeiði

Skyndihjálparnámskeið á vegum Mannverks fór fram fyrir stuttu og var vel sótt af starfsmönnum og byggingarstjórum. Um var að ræða grunnnámskeið þar sem fjallað var sérstaklega um möguleg slys á byggingasvæðum. Kennari á námskeiðinu var Ólafur Ingi Grettisson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og leiðbeinandi hjá Rauða Krossinum. Mikil ánægja var með námskeiðið sem þótti bæði lífleg og skemmtileg þó svo að umræðuefnið væri alvarlegt.

Íbúðir afhentar nýjum eigendum

Í síðustu viku afhenti Mannverk nýjum eigendum fyrstu íbúðirnar að Lyngás 1 í Garðabæ. Í þessari viku fjölgar í þeim hóp en þá hafa 29 íbúðir verið afhentar. Um að ræða 2ja til 5 herbergja íbúðir í 3. og 4. hæða lyftuhúsi með bílakjallara.

Mannverk óskar nýjum íbúðareigendum innilega til hamingju með íbúðirnar.

Nýherji og Verne Global í samstarf

Upplýsingatæknifyrirtækið Nýherji hefur ákveðið að flytja hýsingarþjónustu sína í gagnaver Verne Global í Reykjanesbæ.

Í fréttatilkynningu Nýherja segir að markmiðið með breytingunni er að tryggja viðskiptavinum Nýherja aðgang að fullkomnasta gagnaveri landsins í aðstöðu sem jafnast á við það besta sem gerist á heimsvísu. Jafnframt kemur fram að þessi breyting muni hafa jákvæð áhrif á þjónustu við viðskiptavini, fyrst og fremst með auknu öryggi og áreiðanleika kerfa í rekstri Nýherja.
Nýherji og Verne Global hyggjast ennfremur leggja saman krafta sína um að veita innlendum og erlendum viðskiptavinum betri lausnir í hýsingarþjónustu og vinna saman að áframhaldandi uppbyggingu gagnaversiðnaðar á Íslandi.
Mannverk er sannarlega stoltur framkvæmdaraðili að uppbyggingu á fullkomnasta gagnaveri landsins.