Fyrsta vistvottaða húsið á Íslandi

Mannverk reisir fyrsta vistvottaða íbúðarhúsið á Íslandi við Brekkugötu 2 í Garðabæ. Húseigendur hafði lengi dreymt um að byggja vistvænt hús á Íslandi sem væri vottað af þriðja aðila. Svanurinn var það kerfi sem uppfyllti flest markmið verkefnisins og þá helst að húsið verði byggt á markaðslausnum sem hægt er að gera „mainstream“ á Íslandi. Húsaviðmið Svansins hafa verið aðlöguð að íslenskum aðstæðum fyrir Visthús sem ryður þar með brautina fyrir fleiri Svansvottuð hús á Íslandi!

Auk Mannverks hafa húseigendur fengið til liðs við sig nokkur fyrirtæki sem hafa sambærilega sýn og við að gera byggingariðnaðinn umhverfisvænni. Markmiðið er að fyrirtækin geti á auðveldan máta leiðbeint einstaklingum og öðrum aðilum í sambærilegum hugleiðingum að byggja umhverfisvottað hús.

Á heimasíðunni visthus.is er hægt að kynna sér allt um húsið, markmiðið með og hvatann að baki verkefninu, lausnir og álitamál.

Mannverk byggir nýjan Waldorfskóla

Mannverk hefur lokið við framkvæmdir á nýrri byggingu fyrir Waldorfskólann að Sóltúni 6 í Reykjavik. Skólinn er sjálfstætt starfandi og byggir á Waldorfstefnunni sem miðar að því að laða fram ánægða og skapandi nemendur með frumkvæði og sjálfstæða hugsun.
Einkenni á byggingarstíl er sömuleiðis í anda stefnunna og á byggingin að gefa nemendum skapandi leik og námsumhverfi gegnum þroskaferðalag sitt frá leikskóla til loka grunnskóla.

Til hamingju með opnunina Eyja hótel!

Mannverk óskar Eyja Guldsmeden hótel til hamingju með opnunina
Eyja Guldsmeden hótel er nýtt og spennandi organic „boutique hotel“ að Brautarholti 10-14 í Reykjavík. Hótelið, sem er 65 herbergja, er rekið í samstarfi við dönsku hótelkeðjuna Guldsmeden hotels. Í þeirra anda hefur Eyja hótel sjálærni og vistvernd að leiðarljósi.

Mannverk sá um framkvæmdir á húsnæðinu.