Mannverk var framkvæmdaraðili uppbyggingar á Naustreiti, einstökum borgarreit þar sem hafnarsvæði, miðbær og gamli Vesturbærinn mætast. Svæðið samanstendur af endurbyggðum húsum með vernduðum sérkennum og nýbyggingum sem fléttast saman í heildstæða heild samkvæmt samþykktu deiliskipulagi.
Exeter – endurbygging sögulegs húss
Áhersla verkefnisins er meðal annars á Tryggvagötu 12, Exeter, húsi frá 1904 sem Mannverk endurbyggði í en húsinu var lyft um eina hæð, endurgert í upprunalegum stíl og lagað að nútímakröfum án þess að fórna sérkennum þess. Eins og á öðrum húsum reitsins var lögð mikil áhersla á að virða upprunalega byggingargerð og menningarlegt gildi svæðisins. Þar er nú rekið hótel Exeter.
Samfelld uppbygging og fjölbreytt starfsemi
Nýbyggingar á Tryggvagötu 14 og hús meðfram Norðurstíg tengjast Exeter hótel á jarðhæð og mynda heilstæða byggingarröð. Á götuhæð má nú finna veitingastaði, bakarí og auglýsingastofu sem styður við Tryggvagötuna sem ferskan þjónustu- og verslunarás. Á efri hæðum er rekið hótel Exeter og fær iðnaðararfur svæðisins nýtt yfirbragð.
Í hjarta reitsins er skjólgóður garður opinn almenningi og gönguleiðir tengja saman hús, port og nærliggjandi götur. Fyrir framan húsin við Tryggvagötu hefur bílastæðum verið breytt í vistvænt torg sem styrkir gangandi umferð og bætir aðgengi að þjónustu svæðisins.
Með vandaðri hönnun, nákvæmri endurgerð og samfelldri framkvæmdaáætlun hefur Mannverk tekið þátt í að skapa lifandi og heilstæðan borgarreit í hjarta Reykjavíkur — þar sem nýtt og gamalt mætast á faglegan og virðulegan hátt.
