Golfmót starfsfólks Mannverks var haldið í blíðskaparveðri 12. september á Gufudalsvelli í Hveragerði. Samtals voru 24 spilarar skráðir til leiks og var skipt í sex fjögurra manna lið. Við áttum saman frábæran dag þar sem spilaðar voru 9 holur í Texas Scramble.
Framkvæmdir við nýtt baðlón í Laugarási ganga vel
Verið er að reisa útveggi að baðklefum og þjónustuhúsi og næsta skref er að móta landið fyrir baðlónið og steypa sökkla. Til stendur að opna baðlónið sumarið 2025.
Áfangaskil – Verne Global
Mannverk hefur í júlí 2024 lokið við nýjan 2.500m2 stækkunaráfanga á gagnaveri fyrir Verne Global í Reykjanesbæ. Verkefnið gekk mjög vel og var unnið í nánu samstarfi við eigendur. Mannverk þakkar öllum aðilum sem að verkefninu komu fyrir gott samstarf.