Golfmót Mannverks

Golfmót starfsfólks Mannverks var haldið í blíðskaparveðri 12. september á Gufudalsvelli í Hveragerði. Samtals voru 24 spilarar skráðir til leiks og var skipt í sex fjögurra manna lið. Við áttum saman frábæran dag þar sem spilaðar voru 9 holur í Texas Scramble.

Áfangaskil – Verne Global

Mannverk hefur í júlí 2024 lokið við nýjan 2.500m2 stækkunaráfanga á gagnaveri fyrir Verne Global í Reykjanesbæ. Verkefnið gekk mjög vel og var unnið í nánu samstarfi við eigendur. Mannverk þakkar öllum aðilum sem að verkefninu komu fyrir gott samstarf.