Naustreitur – framkvæmdir og uppbygging á sögulegum reit

Mannverk var framkvæmdaraðili uppbyggingar á Naustreiti, einstökum borgarreit þar sem hafnarsvæði, miðbær og gamli Vesturbærinn mætast. Svæðið samanstendur af endurbyggðum húsum með vernduðum sérkennum og nýbyggingum sem fléttast saman í heildstæða heild samkvæmt samþykktu deiliskipulagi.

Exeter – endurbygging sögulegs húss

Áhersla verkefnisins er meðal annars á Tryggvagötu 12, Exeter, húsi frá 1904 sem Mannverk endurbyggði í en húsinu var lyft um eina hæð, endurgert í upprunalegum stíl og lagað að nútímakröfum án þess að fórna sérkennum þess. Eins og á öðrum húsum reitsins var lögð mikil áhersla á að virða upprunalega byggingargerð og menningarlegt gildi svæðisins. Þar er nú rekið hótel Exeter.

Samfelld uppbygging og fjölbreytt starfsemi

Nýbyggingar á Tryggvagötu 14 og hús meðfram Norðurstíg tengjast Exeter hótel á jarðhæð og mynda heilstæða byggingarröð. Á götuhæð má nú finna veitingastaði, bakarí og auglýsingastofu sem styður við Tryggvagötuna sem ferskan þjónustu- og verslunarás. Á efri hæðum er rekið hótel Exeter og fær iðnaðararfur svæðisins nýtt yfirbragð.

Í hjarta reitsins er skjólgóður garður opinn almenningi og gönguleiðir tengja saman hús, port og nærliggjandi götur. Fyrir framan húsin við Tryggvagötu hefur bílastæðum verið breytt í vistvænt torg sem styrkir gangandi umferð og bætir aðgengi að þjónustu svæðisins.

Með vandaðri hönnun, nákvæmri endurgerð og samfelldri framkvæmdaáætlun hefur Mannverk tekið þátt í að skapa lifandi og heilstæðan borgarreit í hjarta Reykjavíkur — þar sem nýtt og gamalt mætast á faglegan og virðulegan hátt.

Formleg afhending Laugarás Lagoon

Laugarás Lagoon var formlega afhent verkkaupa 13. nóvember síðastliðinn þegar Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon, tók við lyklavöldum úr höndum Þórunnar Arnardóttur verkefnastjóra og Jakobs Ásmundssonar staðarstjóra hjá Mannverki. Fyrsta skóflustunga var tekin í mars 2024 og baðlónið ásamt veitingastaðnum Ylju opnaði fyrir almenningi í október 2025.

Lónið sjálft er 1.000 m² og spannar tvær hæðir, auk 1.700 m² aðalbyggingar sem hýsir meðal annars móttöku, búningsaðstöðu, tæknirými, eldhús, starfsmannaaðstöðu og veitingastaðinn Ylju.

Mannverk var framkvæmdaraðili og arkitektahönnun var í höndum T.ark arkitekta í samstarfi við Anthony Bacigalupo sem kom að innanhússhönnun. Fjölmargir aðrir sérhæfðir aðilar komu líka að verkinu, þar á meðal Hildiberg við lýsingarhönnun og Efla sáu um aðra verkfræðilega hönnun, auk fjölbreytts hóps verktaka og iðnaðarmanna sem unnu verkefnið af mikilli fagmennsku.

Mannverk þakkar öllum samstarfsaðilum fyrir frábært samstarf og óskar hagsmunaaðilum innilega til hamingju með þessa glæsilegu framkvæmd.

Takk fyrir að gera hugmynd að veruleika:
Gröfutækni ehf, Grjótgás, Steypustöðin, Kjarnabyggð, Halda, Byggingaþjónusta Suðurlands, M7 smiðir, TME, Landsblikk, KÞ lagnir, Hreinrás, JBÓ, Statik ehf, Tengill, Nortek, Suðulist, Pétur Már Finnsson, Gólfefnabúðin – Hasar, Diddó – Casalisa, Figaro, Irma, BM Vallá, Fastus, Bako, Hurðatækni, Kælitækni og Ölgerðin.

Fannborgarreitur í Kópavogi

Mannverk er framkvæmdaraðili Fannborgarreits í Kópavogi og byggir þar 163 íbúðir í fimm byggingum, auk húsnæðis undir verslun og þjónustu á jarðhæð. Bílastæði verða að mestu í tveggja hæða bílakjallara með 305 stæðum. Svæðinu er ætlað að styrkja miðbæinn sem lifandi bæjarhjarta þar sem fólk getur búið, unnið og notið þjónustu á sama stað.

Heildarstærðir verkefnisins eru:

Íbúðir: 11.860 m²
Verslun og þjónusta: 1.880 m²
Sameign: 1.660 m²

Niðurrif reitsins er að hefjast og stendur til mars 2026. Jarðvinna hefst að hluta í febrúar–mars og uppbygging í maí–júní 2026. Verklok eru áætluð í lok árs 2029.