Formleg afhending Laugarás Lagoon

Laugarás Lagoon var formlega afhent verkkaupa 13. nóvember síðastliðinn þegar Bryndís Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Laugarás Lagoon, tók við lyklavöldum úr höndum Þórunnar Arnardóttur verkefnastjóra og Jakobs Ásmundssonar staðarstjóra hjá Mannverki. Fyrsta skóflustunga var tekin í mars 2024 og baðlónið ásamt veitingastaðnum Ylju opnaði fyrir almenningi í október 2025.

Lónið sjálft er 1.000 m² og spannar tvær hæðir, auk 1.700 m² aðalbyggingar sem hýsir meðal annars móttöku, búningsaðstöðu, tæknirými, eldhús, starfsmannaaðstöðu og veitingastaðinn Ylju.

Mannverk var framkvæmdaraðili og arkitektahönnun var í höndum T.ark arkitekta í samstarfi við Anthony Bacigalupo sem kom að innanhússhönnun. Fjölmargir aðrir sérhæfðir aðilar komu líka að verkinu, þar á meðal Hildiberg við lýsingarhönnun og Efla sáu um aðra verkfræðilega hönnun, auk fjölbreytts hóps verktaka og iðnaðarmanna sem unnu verkefnið af mikilli fagmennsku.

Mannverk þakkar öllum samstarfsaðilum fyrir frábært samstarf og óskar hagsmunaaðilum innilega til hamingju með þessa glæsilegu framkvæmd.

Takk fyrir að gera hugmynd að veruleika:
Gröfutækni ehf, Grjótgás, Steypustöðin, Kjarnabyggð, Halda, Byggingaþjónusta Suðurlands, M7 smiðir, TME, Landsblikk, KÞ lagnir, Hreinrás, JBÓ, Statik ehf, Tengill, Nortek, Suðulist, Pétur Már Finnsson, Gólfefnabúðin – Hasar, Diddó – Casalisa, Figaro, Irma, BM Vallá, Fastus, Bako, Hurðatækni, Kælitækni og Ölgerðin.