Mannverk er framkvæmdaraðili Fannborgarreits í Kópavogi og byggir þar 163 íbúðir í fimm byggingum, auk húsnæðis undir verslun og þjónustu á jarðhæð. Bílastæði verða að mestu í tveggja hæða bílakjallara með 305 stæðum. Svæðinu er ætlað að styrkja miðbæinn sem lifandi bæjarhjarta þar sem fólk getur búið, unnið og notið þjónustu á sama stað.
Heildarstærðir verkefnisins eru:
Íbúðir: 11.860 m²
Verslun og þjónusta: 1.880 m²
Sameign: 1.660 m²
Niðurrif reitsins er að hefjast og stendur til mars 2026. Jarðvinna hefst að hluta í febrúar–mars og uppbygging í maí–júní 2026. Verklok eru áætluð í lok árs 2029.